>

Í rökkri
sönglög eftir
Magnús Blöndal Jóhannsson
Ágerður Júníusdóttir
mezzosopran


english
Í RÖKKRI - sönglög Magnúsar Blöndals Jóhannssonar flutt af Ásgerði Júníusdóttur.

Í rökkri nefnist geisladiskur með sönglögum Magnúsar Blöndals Jóhannssonar í flutningi Ásgerðar Júníusdóttur, mezzósópran. Á disknum má finna í fyrsta sinn öll sönglög Magnúsar, allt frá Sveitinni milli sanda til Draumsýnar, en hið síðarnefnda er í hópi þeirra mörgu laga sem frumflutt eru á disknum.

Meðal annarra flytjenda á geisladisknum Í rökkri eru Árni Heimir Ingólfsson, píanóleikari, og Steingrímur Þórhallsson, organisti. Einnig er þar að finna endurhljóðblandanir, eða endurgerðir, fimm ungra tónskálda á jafn mörgum lögum, en með því er minnst frumkvöðulsstarf Magnúsar á sviði raftónlistar á Íslandi. Þau eru, Þuríður Jónsdóttir, Þóra Marteinsdóttir, Áki Ásgeirsson, Davíð Brynjar Franzson, og Ghostigital (Einar Örn Benediktsson og Curver).

Auk þessa er á disknum myndbandsverk eftir Ara Alexander Ergis Magnússon við lagið Aría.

Upptökur fóru fram í Salnum og Neskirkju sumarið 2006, upptökustjóri var Sveinn Kjartansson. Um útlit disksins sáu Íris Þorsteinsdóttir og Ámundi Sigurðsson.
Útgefandi er Smekkleysa.